Velkomin á Snerpa Hotspot
Snerpa rekur heita reiti víðsvegar um ísafjarðarbæ.
- Auðvelt
-
Það er auðvelt fyrir ferðafólk að tengjast við hotspottið. Snerpa hefur sett upp þráðlausa punkta víða um Ísafjarðarbæ tengda háhraðanetum. Allt sem þú þarft að gera til að tengjast er að finna 'snerpa-hotspot' netið í tækinu þínu. Þegar þú tengist er þér beint á vefsíðu þar sem þú getur keypt aðgang.
- Öruggt
-
Við viljum leggja áherslu á það að allar greiðslur fara í gegnum örugga greiðslugátt Verifone. Þetta þýðir að Snerpa hefur ekki aðgang að greiðslukorta upplýsingunum þínum á neinum tímapunkti.
- Rótgróið
-
Snerpa hefur verið með tölvu- og netþjónustu síðan 1994 og er elsta starfandi netþjónusta á Íslandi. Snerpa leggur áherslu á að bjóða uppá netþjónustu á Vestfjörðum en býður einnig uppá nettengingar útum allt land.
- Greiðslur
-
Greiðslur eru framkvæmdar í gegnum örugga greiðslugátt Verifone. Hægt er að kaupa hálftíma og sólarhring á snöggan og auðveldan máta. Fyrir þá sem vilja nota netið lengur er hægt að kaupa lengri tíma og fá þannig allt að 50% afslátt!
Algengar spurningar
Ég næ ekki að tengjast
Ef þú ert að lenda í eitthverju veseni þá er best að koma við í verslun okkar við Mjallargötu 1 á Ísafirði.
Hvenær rennur aðgangur út?
Aðgangur sem er keyptur fyrir 30 mínútur eða einn sólarhring rennur út nákvæmlega 30 mínútum eða 24 klst eftir að greiðsla hefur verið samþykkt. Ef kaupandi kaupir aðgang fyrir fleiri daga, þá rennur sá aðgangur út nákvæmlega klukkan 12 á miðnætti á seinasta kaupdaginn.
Hvenær er aðgangurinn minn virkjaður?
Þegar þú greiðir með kredit korti er aðgangurinn virkjaður um leið og greiðslan fer í gegn.
Hversu mörg tæki get ég notað til að tengjast þráðlausa netinu?
Þú getur einungis notað það tæki sem þú notaðir til að kaupa aðganginn. Sumir snjallsímar geta hinsvegar deilt þráðlausa netinu yfir til annarra tækja. Til að athuga hvort síminn þinn býður uppá þann valmöguleika bendum við á leiðbeiningar frá framleiðanda.
Er tengingin opin fyrir allt eða er hún takmörkuð?
Það er hægt að nota tenginguna fyrir allar þjónustur, nema til að senda póst án þess að nota auðkenningu. Ef þú getur ekki sent póst úr póstforriti þá bendum við á vefpóst, t.d. Gmail.
Fæ ég kvittun?
Kvittun er send í tölvupósti að greiðslu lokinni.
Eru persónugögnin mín örugg?
Við leggjum mikla áherslu á meðhöndlun persónuupplýsinga. Einu persónuupplýsingar sem við geymum er netfangið þitt. Aðrar upplýsingar eru notaðar til að framkvæma 3D Secure sannprófun samkvæmt kröfum greiðsluþjónustu Verifone.